Wednesday, February 10, 2010

1sta Bókun

Úje, reyndar óstaðfest þannig ég ætla ekkert að öskra eða hlaupa um nakinn af hamingju og gleði. En þetta tók mánuð. Vonandi er fóturinn þá að troðast aðeins lengra inní bransadyrargættina hér. Þetta er semsagt auglýsing á mánudag og þriðjudag, fæ go eða no go annað kvöld.

Bíð spenntur.

Venjulegur dagur í dag, frændi í heimsókn með familíuna og svo var syntur kílómeter. Er ekki ennþá búinn að ná að synda meira en það, það er ekkert svo gaman að synda sko... en það er samt skárra en að hlaupa á hlaupabretti. Annars er ég að spá í að synda 1250m næst, ég er byrjaður að ná kílómetranum á innan við hálftíma (rétt svo) og ég hef ekki hugmynd um hvort það sé gott, sæmilegt eða dröllulélegt. Þannig ég ætti að geta bætt við 250 metrum eða svona 10 mínútum.

hmmm.. ekkert við þetta að bæta, bíómynd í kvöld og rólegheit...

3 comments:

  1. Kallinn bara kominn með ofsa job?

    Góður að massa sundið... hættu þessu bringusundsrugli samt... taktu þetta á skriðsundinu... þá fer pumpan sko afstað :)

    ReplyDelete
  2. þá dey ég... ég kann ekki skriðsund, skil ekki að ég hafi nokkurntíman náð sundi í skólanum í gamla daga. Ég sekk í skriðsundi, með rosa busli og sveiflum af höndum.

    Ef ég væri tekinn upp synda skriðsund myndi það fá amk 750000 hit á youtube.

    ReplyDelete
  3. vááá, ég verð að sjá þig í skriðsundi!!! Það er komið á must-see-before-I -die listann minn.
    Reyndar kann ég það ekki heldur. Ég var alltaf á túr einmitt þegar skólasundið var. Ferlega óheppilegt....

    Fimmtíukall, Ævar, ef þú setur skriðsundsmyndband af þér á youtube. Fimmtíukall.

    ReplyDelete