Fór hress á Íslendingakvöld á fimmtudag, þar var mikið af allskonar fólki, sendiherrann m.a. líka. Það var ágætt að hitta nokkra Íslendinga, meiraðsegja einn sem á heima hér rétt hjá mér. Fékk hjá honum númerið. Svo skrapp ég yfir á Södermalm til að heilsa uppá Ása og co sem voru að mynda hér, voru að fá sér í glas með fólkinu sem þeir voru að vinna með. Það var greinilega langt síðan ég fékk mér bjór því þetta varð mjög skrautlegt og langt kvöld. Ég kenni samt manninum sem ákvað að það væri góð hugmynd að fá sér staup um allt saman. Ég kom allvega heim reynslunni ríkari...
Dagurinn í gær var svo bara rólegur by default eftir kvöldið á undan. Og í dag fór ég á bókamarkað og gerði nokkur góð kaup. Svo bara vinna á mánudag og þriðjudag.
Hjólin eru að fara að snúast hérna um miðjan mars samkvæmt heimildarmönnum mínum, þannig ég verð að vera duglegur að minna á mig og vonandi fær maður eitthvað að spreyta sig meira.
Saturday, February 27, 2010
Wednesday, February 24, 2010
Icesave
Fór í sendiráðið í dag og kaus um Icesave. Það er hér í byggingu með nokkrum öðrum sendiráðum, Úrúgvæ og fleirum. Þarf að senda atkvæðið mitt sjálfur heim... hehe.
Annars sprangaði ég bara um bæinn og skoðaði mig um, þetta er svo stór borg að ég á eftir að skoða heilmargt, alltaf að detta niður á eitthvað nýtt.
Er að spá í að reyna að vaka og horfa á hokkí í nótt, það verður stuð ef ég nenni, mig grunar að ég sofni, það er byrjaður útsláttur og það væri gaman að reyna að fylgjast með.
Læt fylgja mynd yfir Gamla Stan sem ég tók í dag í fallegu veðri.

Svo fór ég og skoðaði Saluhallen sem er í Östermalm (fína hverfinu), þetta er svona.. tjah markaður er kannski besta orðið. Margir básar þarna inni með rosa góðu hráefni, eldgömul hefð fyrir því að hafa svona í þessu húsi. Risa kjötborð, fiskborð grænmetisborð og allskonar bara, sultur og brauð líka. Þetta var mjög flott.
Annars sprangaði ég bara um bæinn og skoðaði mig um, þetta er svo stór borg að ég á eftir að skoða heilmargt, alltaf að detta niður á eitthvað nýtt.
Er að spá í að reyna að vaka og horfa á hokkí í nótt, það verður stuð ef ég nenni, mig grunar að ég sofni, það er byrjaður útsláttur og það væri gaman að reyna að fylgjast með.
Læt fylgja mynd yfir Gamla Stan sem ég tók í dag í fallegu veðri.

Svo fór ég og skoðaði Saluhallen sem er í Östermalm (fína hverfinu), þetta er svona.. tjah markaður er kannski besta orðið. Margir básar þarna inni með rosa góðu hráefni, eldgömul hefð fyrir því að hafa svona í þessu húsi. Risa kjötborð, fiskborð grænmetisborð og allskonar bara, sultur og brauð líka. Þetta var mjög flott.

Tuesday, February 23, 2010
Íranskur Hárgreiðslumaður
Ásinn er í Stokkhólmi og ég tók hann í smá guided tour um Stokkhólm í gær. Löbbuðum í næstum 4 tíma um miðbæinn og nánast umhverfi í -15°C. Reyndar vorum við eftir tveggja tíma labb bara að leita að hentugum bar til að fá okkur bjór sem við höfðum unnið okkur inn með labbinu. Tók sinn tíma. Svo ætlum við að fá okkur bjór á fimmtudagskvöldið og þá ætla ég líka að kíkja á Íslendingafélagið þá sem er með bjórkvöld.
Fór í litla kjarnann í dag í klippingu. Gaurinn sem klippti mig var íranskur 24 ára gutti. Ég hélt að hann ætlaði að stúta mér. Ég er náttla vanur því að Dagný klippi mig og ég finn varla fyrir því. Þessi ætlaði að greiða heilanum mínum hann greiddi svo fast, og þegar hann tók hárið saman og klippti, þá kippti hann svo fast í að stóllinn snerist smá og ég færðist allur til. Ég hélt fyrst að hann væri bara að klúðra smá en þegar hann gerði þetta alltaf þá var þetta greinilega bara hans stíll. Við skildum líka greinilega ekkert hvorn annan vegna tungumálaörðugleika, þannig ég labbaði út með klippingu sem ég þarf bara að venjast... og fjárfesta í nýrri húfu.
Anyhow, engin vinna fyrr en í næstu viku, en þá er meira jóladagatal, svo er minn fyrsti payday á fimmtudaginn, það verður fróðlegt að sjá hvað ég þarf að borga í skatt hérna.
Laters
Fór í litla kjarnann í dag í klippingu. Gaurinn sem klippti mig var íranskur 24 ára gutti. Ég hélt að hann ætlaði að stúta mér. Ég er náttla vanur því að Dagný klippi mig og ég finn varla fyrir því. Þessi ætlaði að greiða heilanum mínum hann greiddi svo fast, og þegar hann tók hárið saman og klippti, þá kippti hann svo fast í að stóllinn snerist smá og ég færðist allur til. Ég hélt fyrst að hann væri bara að klúðra smá en þegar hann gerði þetta alltaf þá var þetta greinilega bara hans stíll. Við skildum líka greinilega ekkert hvorn annan vegna tungumálaörðugleika, þannig ég labbaði út með klippingu sem ég þarf bara að venjast... og fjárfesta í nýrri húfu.
Anyhow, engin vinna fyrr en í næstu viku, en þá er meira jóladagatal, svo er minn fyrsti payday á fimmtudaginn, það verður fróðlegt að sjá hvað ég þarf að borga í skatt hérna.
Laters
Sunday, February 21, 2010
Kalt
Það er kalt. Ískalt úti. -17 gráður, voru -12 í dag. Ég fór í göngutúr því það var sól, en tók stuttan hring bara. Annars bara rólegur dagur (roligt á sænsku þýðir skemmtilegt, bara fróðleiksmoli)
Vinn í myndum og tók til. Synti og er byrjaður að gera smá tilraunir með skriðsund, það er mjög hressandi að ljúka æfingunni á því. Gerði það fyrir Bigga.
Einhver sagði að það myndi verða kalt fram í apríl, ég neita að trúa því, vil að snjórinn verði farinn ekki seinna en eftir 2 vikur! Svo er svo mikið af þökum að hrynja, alltaf í fréttunum, það safnast of mikill snjór á þau (aðallega í suður Svíþjóð samt, þar er meiri snjór). Sá allavega 7 svía uppá þökunum sína að moka snjóinn burt í óttakasti í stutta labbitúrnum mínum.
Vinn í myndum og tók til. Synti og er byrjaður að gera smá tilraunir með skriðsund, það er mjög hressandi að ljúka æfingunni á því. Gerði það fyrir Bigga.
Einhver sagði að það myndi verða kalt fram í apríl, ég neita að trúa því, vil að snjórinn verði farinn ekki seinna en eftir 2 vikur! Svo er svo mikið af þökum að hrynja, alltaf í fréttunum, það safnast of mikill snjór á þau (aðallega í suður Svíþjóð samt, þar er meiri snjór). Sá allavega 7 svía uppá þökunum sína að moka snjóinn burt í óttakasti í stutta labbitúrnum mínum.
Friday, February 19, 2010
Já já og já
Í dag var ég að vinna síðasta vinnudag minn samkvæmt samningnum í sænska Julkalendaren. En svo bara mætti framleiðandinn ofsahress á sett og sagðist hafa talað við ljósamennina og vill fá nýjan samning við mig, sem segir að ég sé bara þeirra þriðji maður út tímabilið. Það eru 12 vikur eftir af því þannig ég er með slatta af dögum framundan (er ekki á hverjum degi neitt en samt...).
Sem er rosafínt, þessi ljósamaður (gafferinn) vinnur mikið með tökumanni sem vann "tökumaður ársins" hér í Svíþjóð, þannig að ef ég held áfram að standa mig með honum held ég að ég sé kominn í nokkuð gott gengi. Þannig ég er bara mjög kátur.
Annars er eina vesenið að ég er voða seinn að venja mig á þennan dagsrythma hér. En hér fer fólk einfaldlega fyrr á fætur og í háttinn, það er eitthvað sem hausinn minn er ekki búinn að meðtaka. Til dæmis í dag þurfti ég að vakna rétt rúmlega sex til að ná lestinni minni og borða morgunmat. Þessi lest var stappfull og Anders var að fara á fætur þegar ég labbaði út. Skemst er frá því að segja að ég svaf bara í svona 3 og hálfan tíma í nótt... og svona er þetta oftast fyrir fyrsta vinnudag. Dagur 2 í röð er betri því þá er ég auðvitað alveg búinn á því.
Annars eitt sem ég komst að í dag, hér er samningsbundið að það sé heitur matur ekki seinna en 5 tímum eftir að mætt er á sett. Og eftir það eru 5 tímar í næsta heita mat. Jonas sem vinnur með mér í ljósum í þessu verkefni sagði að oft væri borðaður heitur matur 4 sinnum á sama degi (þá í frekar hektískum auglýsingum). Heima geta liðið 9 tímar í að það sjáist heitur matur á setti (ættu að vera sex og eru það oft en samt...) OG ég hef mjög sjaldan séð second lunch heima. Það er verið að spilla mér hér...
höres
Sem er rosafínt, þessi ljósamaður (gafferinn) vinnur mikið með tökumanni sem vann "tökumaður ársins" hér í Svíþjóð, þannig að ef ég held áfram að standa mig með honum held ég að ég sé kominn í nokkuð gott gengi. Þannig ég er bara mjög kátur.
Annars er eina vesenið að ég er voða seinn að venja mig á þennan dagsrythma hér. En hér fer fólk einfaldlega fyrr á fætur og í háttinn, það er eitthvað sem hausinn minn er ekki búinn að meðtaka. Til dæmis í dag þurfti ég að vakna rétt rúmlega sex til að ná lestinni minni og borða morgunmat. Þessi lest var stappfull og Anders var að fara á fætur þegar ég labbaði út. Skemst er frá því að segja að ég svaf bara í svona 3 og hálfan tíma í nótt... og svona er þetta oftast fyrir fyrsta vinnudag. Dagur 2 í röð er betri því þá er ég auðvitað alveg búinn á því.
Annars eitt sem ég komst að í dag, hér er samningsbundið að það sé heitur matur ekki seinna en 5 tímum eftir að mætt er á sett. Og eftir það eru 5 tímar í næsta heita mat. Jonas sem vinnur með mér í ljósum í þessu verkefni sagði að oft væri borðaður heitur matur 4 sinnum á sama degi (þá í frekar hektískum auglýsingum). Heima geta liðið 9 tímar í að það sjáist heitur matur á setti (ættu að vera sex og eru það oft en samt...) OG ég hef mjög sjaldan séð second lunch heima. Það er verið að spilla mér hér...
höres
Thursday, February 18, 2010
dagur 2
Já dagur 2 gekk líka eins og í sögu, því miður þurftu þeir ekki á mér að halda í dag (fimmtudag) en ég klára vikuna með þeim á morgun. Ég vona virkilega að þeir noti mig meira því þetta eru fínir gaurar.
Ég er virkilega að fíla hvað þetta er vel skipulagt og hvað allir vita hvað þeir eru að gera, ég skil ekki af hverju við náum ekki þessum hraða á Íslandi, hér er bara miklu meira tempo og allir eru á sömu blaðsíðu. Við erum búnir að lýsa næsta herbergi löngu áður en fólkið kemur inní það, og það stenst, það eina sem þarf að gera er kannski að flagga smá eða scrimma, ekkert mál. Reyndar er ekkert verið að "stela" skotum hér eins og oft heima...
Já, svo er síðasti dagur þarna á morgun og wrappað í bílinn, þá ætla ég að heyra í gaurunum hvort að þeir vilji e-ð sjá mig aftur.
EN svo er þetta náttúrulega eina verkefnið sem ég hef komið nálægt og kannski er þetta verkefni líka undantekning hér, ég veit það betur þegar ég er búinn að vinna með fleira fólki og í fleiri verkefnum.
Sjáum til.
Ég er virkilega að fíla hvað þetta er vel skipulagt og hvað allir vita hvað þeir eru að gera, ég skil ekki af hverju við náum ekki þessum hraða á Íslandi, hér er bara miklu meira tempo og allir eru á sömu blaðsíðu. Við erum búnir að lýsa næsta herbergi löngu áður en fólkið kemur inní það, og það stenst, það eina sem þarf að gera er kannski að flagga smá eða scrimma, ekkert mál. Reyndar er ekkert verið að "stela" skotum hér eins og oft heima...
Já, svo er síðasti dagur þarna á morgun og wrappað í bílinn, þá ætla ég að heyra í gaurunum hvort að þeir vilji e-ð sjá mig aftur.
EN svo er þetta náttúrulega eina verkefnið sem ég hef komið nálægt og kannski er þetta verkefni líka undantekning hér, ég veit það betur þegar ég er búinn að vinna með fleira fólki og í fleiri verkefnum.
Sjáum til.
Tuesday, February 16, 2010
D-Day
Allt gekk vel og þetta var mjög fínt. Töluvert stærra og skipulagðara en heima, mér fannst amk allt ganga hraðar og meira tempo. Við skutum held ég uþb 4 síður á 8 klukkutímum, tókum klukkutíma í mat líka. Þannig þetta voru total 9 tímar á svæðinu.
HÉR KEMUR BARA LJÓSATAL
Það var ekkert leiðinlegt að byggja 28' T-bar í morgun og hengja á hann 20x20 Black solid og öfugt ultrabounce (svarta hliðin upp, svo bara keyra þetta á 2 stöndum út á bílastæðið og geyma það þar þangað til að átti að nota hann. Ég spurði hvort ég ætti ekki að ná í sandpoka á þetta eða binda þetta niður, bestboyinn sagði nei nei það þarf ekkert. Svo 2 tímum seinna þegar við náðum í hann þá var hann þarna bara, á sínum stað, tilbúinn í að sverta alla 8-9 metrana. Mjög gott stuff, en að vísu höfðum við hann ekkert í efstu stöðu, brutum hann í tvennt og hengdum botninn á stöngina á meðan við vorum ekki að nota hann, samt 20'x 10'... Á Íslandi hefði hann líklega verið nýfokinn framjá Goðafossi útá Faxaflóa. Ljósadeildinn er 2 menn plús einn nemi sem kann lítið. Svo svona aukaþræll eins og ég á dögum sem er mikið að gera... og stærsta ljósið er 4KW... hehe. Þetta er samt dund, mikið flaggað og flakkað með lítil ljós.
Í dag var 100-asta slate-ið líka, þannig það var kampavín og fínerí. Allt var mjög svipað og heima, nema minna stress, meira skipulag. Leggst vel í mig.
HÉR KEMUR BARA LJÓSATAL
Það var ekkert leiðinlegt að byggja 28' T-bar í morgun og hengja á hann 20x20 Black solid og öfugt ultrabounce (svarta hliðin upp, svo bara keyra þetta á 2 stöndum út á bílastæðið og geyma það þar þangað til að átti að nota hann. Ég spurði hvort ég ætti ekki að ná í sandpoka á þetta eða binda þetta niður, bestboyinn sagði nei nei það þarf ekkert. Svo 2 tímum seinna þegar við náðum í hann þá var hann þarna bara, á sínum stað, tilbúinn í að sverta alla 8-9 metrana. Mjög gott stuff, en að vísu höfðum við hann ekkert í efstu stöðu, brutum hann í tvennt og hengdum botninn á stöngina á meðan við vorum ekki að nota hann, samt 20'x 10'... Á Íslandi hefði hann líklega verið nýfokinn framjá Goðafossi útá Faxaflóa. Ljósadeildinn er 2 menn plús einn nemi sem kann lítið. Svo svona aukaþræll eins og ég á dögum sem er mikið að gera... og stærsta ljósið er 4KW... hehe. Þetta er samt dund, mikið flaggað og flakkað með lítil ljós.
Í dag var 100-asta slate-ið líka, þannig það var kampavín og fínerí. Allt var mjög svipað og heima, nema minna stress, meira skipulag. Leggst vel í mig.
Monday, February 15, 2010
Jóladagatal
Fékk staðfesta bókun eftir fund með hressum gaur í gær.
Mæting í fyrramálið út á einhverja borgareyju hér í tökur á Jóladagatali Svía. 3gja daga vinna til að byrja með, en þetta er 13 vikna production þannig þeir gætu orðið fleiri en 3 þessir dagar. Mínir heimildarmenn segja að þetta sé mjög vinsælt hér úti, jóladagatalið þeas. Þannig þetta er bara gott mál. Gæinn sem er að lýsa þetta er eiginlega hættur að lýsa auglýsingar og vill mest vinna í löngum verkefnum, og hann er með allnokkur slík í bókinni sinni fyrir þetta ár, þannig mar verður að standa sig ef maður á að fá að taka þátt í meira af verkefnum með honum.
NÖRDALJÓSATAL EKKI LESA EF þÚ VILT EKKERT VITA UM LJÓS.
Annars skoðaði ég nýja ARRI BabyMax 1,8KW í dag. Fallegt ljós með blue hönnunina frá ARRI. Notast við nýja tegund af ballest, 1,2kw-1,8kw en eins kapal og 1200W. Létt ljós með fullt af outputti, hausinn er jafnstór 1200w. Ég og Kit hjá Ljud och Bild kveiktum á því og ég fékk að fikta í því. Ég er að fíla þessa blue hönnun, losarann fyrir peruna, auka festing (á neðri holder) fyrir barndoor og svona. Reyndar er 1800W peran nákvæmlega jafn stór og 1200W þannig mar þarf að taka hana út til að tékka á hvort hún sé rétt. En það er semsagt hægt að setja 1200W peru í þetta kvikindi.
Ég skal reyna að blogga á morgun um fyrsta daginn á setti, sem mig hlakkar mjög til að upplifa, en ég lofa engu ef ég er að deyja úr þreytu verður bara að bíða smá.
Vi ses.
Mæting í fyrramálið út á einhverja borgareyju hér í tökur á Jóladagatali Svía. 3gja daga vinna til að byrja með, en þetta er 13 vikna production þannig þeir gætu orðið fleiri en 3 þessir dagar. Mínir heimildarmenn segja að þetta sé mjög vinsælt hér úti, jóladagatalið þeas. Þannig þetta er bara gott mál. Gæinn sem er að lýsa þetta er eiginlega hættur að lýsa auglýsingar og vill mest vinna í löngum verkefnum, og hann er með allnokkur slík í bókinni sinni fyrir þetta ár, þannig mar verður að standa sig ef maður á að fá að taka þátt í meira af verkefnum með honum.
NÖRDALJÓSATAL EKKI LESA EF þÚ VILT EKKERT VITA UM LJÓS.
Annars skoðaði ég nýja ARRI BabyMax 1,8KW í dag. Fallegt ljós með blue hönnunina frá ARRI. Notast við nýja tegund af ballest, 1,2kw-1,8kw en eins kapal og 1200W. Létt ljós með fullt af outputti, hausinn er jafnstór 1200w. Ég og Kit hjá Ljud och Bild kveiktum á því og ég fékk að fikta í því. Ég er að fíla þessa blue hönnun, losarann fyrir peruna, auka festing (á neðri holder) fyrir barndoor og svona. Reyndar er 1800W peran nákvæmlega jafn stór og 1200W þannig mar þarf að taka hana út til að tékka á hvort hún sé rétt. En það er semsagt hægt að setja 1200W peru í þetta kvikindi.
Ég skal reyna að blogga á morgun um fyrsta daginn á setti, sem mig hlakkar mjög til að upplifa, en ég lofa engu ef ég er að deyja úr þreytu verður bara að bíða smá.
Vi ses.
Sunday, February 14, 2010
Búinn að vera saddur í 2 tíma
Úff, já nautakjöt með lauk og stór salatskál. Ég get varla hreyft mig...
Anders eldaði þetta þegar við vorum nýkomnir úr kökuheimsókn Stefáns og Orlu, ég verð saddur í svona 25 klukkutíma í viðbót.
Fór á fund með einum gaffer í dag á kaffihúsi, hann var jákvæður og er núna að vinna í jóladagatali Svía fyrir næsta ár. Nóg að gera hja honum, hann ætlar að reyna að láta mig fá nokkra daga í þessu þegar þeim vantar aukahendur á sett. Svo lét hann mig hafa nöfn á 2 í viðbót sem hann sagði að væri sniðugt að tala við.
Svo var mér gefinn túlípani í lestinni af einhverju stelpugengi, þeim fannst þetta voða gaman og tóku mynd af mér, ég gat ekki annað en tekið við þessu... að segja nei takk hefði bara verið asnalegra.
Hér er auðvitað Valentínusardagur eins og annarstaðar, Svíarnir eru eins og við, ekkert alltof spenntir fyrir þessu en þetta er að verða stærra hér eins og heima. Fullt af hjartalaga stuffi í búðunum og útum allt, og auðvitað eru líka allir að fylgjast með vetrarólympíuleikunum, fullt af svíum þar.
Ætla að legjast á meltuna
Anders eldaði þetta þegar við vorum nýkomnir úr kökuheimsókn Stefáns og Orlu, ég verð saddur í svona 25 klukkutíma í viðbót.
Fór á fund með einum gaffer í dag á kaffihúsi, hann var jákvæður og er núna að vinna í jóladagatali Svía fyrir næsta ár. Nóg að gera hja honum, hann ætlar að reyna að láta mig fá nokkra daga í þessu þegar þeim vantar aukahendur á sett. Svo lét hann mig hafa nöfn á 2 í viðbót sem hann sagði að væri sniðugt að tala við.
Svo var mér gefinn túlípani í lestinni af einhverju stelpugengi, þeim fannst þetta voða gaman og tóku mynd af mér, ég gat ekki annað en tekið við þessu... að segja nei takk hefði bara verið asnalegra.
Hér er auðvitað Valentínusardagur eins og annarstaðar, Svíarnir eru eins og við, ekkert alltof spenntir fyrir þessu en þetta er að verða stærra hér eins og heima. Fullt af hjartalaga stuffi í búðunum og útum allt, og auðvitað eru líka allir að fylgjast með vetrarólympíuleikunum, fullt af svíum þar.
Ætla að legjast á meltuna
Friday, February 12, 2010
4 vikur
Já í dag eru liðnar 4 vikur síðan ég kom hingað yfir. Mér finnst rosalega langt síðan ég var á Íslandi en mér finnst ég hafa verið hérna í Svíþjóð í mjög stuttan tíma. Þetta er furðulegt.
Varðandi auglýsinguna þá var honum ekki leyft að taka með sér 2 aðstoðarmenn í þetta skiptið (hann var búinn að ráða einn) en hann lofaði að hafa mig með í einhverjum verkefnum á næstunni. Ég bauðst samt til að koma og hjálpa þeim allavega á prelight deginum, en þetta er svo voða high-profile auglýsing eitthvað að hann verður að fá clearance hjá framleiðslunni fyrir að ég megi koma. Þannig ég kíkji vonandi til þeirra á sett á mánudag, sjáum til. Þetta er ekki eins frjálslegt og heima greinilega.
Annars er ég að fara að hitta annan gaffer sem er bókaður út árið hvorki meira né minna, við ætlum að fá okkur kaffibolla og taka stöðuna. Hann virkar mjög fínn og jákvæður, vill endilega hitta mig þannig að það gæti verið eitthvað þar.
Ég og svíinn erum annars einir heima frá og með gærdeginum fram á mánudag, frænka fór til Íslands. Ég sá um matinn fyrir okkur í dag og bjó til bilað gott satay-kjúklingasalat með doritos og allskonar grænmeti. Skaut aðeins yfir markið og ég held að við tveir gætum étið ekkert annað en afganginn af þessu þangað til frænka kemur aftur. Þetta var lúmskt mikið, enda var salatskálin þung þegar ég fór með hana á borðið.
Kjúklingur er bull ódýr hér miðað við heima, kíló af frystum kjúklingabringum kostar 50kr sænskar (x1,7 fyrir íslenskt verð).
Hastala vista
Varðandi auglýsinguna þá var honum ekki leyft að taka með sér 2 aðstoðarmenn í þetta skiptið (hann var búinn að ráða einn) en hann lofaði að hafa mig með í einhverjum verkefnum á næstunni. Ég bauðst samt til að koma og hjálpa þeim allavega á prelight deginum, en þetta er svo voða high-profile auglýsing eitthvað að hann verður að fá clearance hjá framleiðslunni fyrir að ég megi koma. Þannig ég kíkji vonandi til þeirra á sett á mánudag, sjáum til. Þetta er ekki eins frjálslegt og heima greinilega.
Annars er ég að fara að hitta annan gaffer sem er bókaður út árið hvorki meira né minna, við ætlum að fá okkur kaffibolla og taka stöðuna. Hann virkar mjög fínn og jákvæður, vill endilega hitta mig þannig að það gæti verið eitthvað þar.
Ég og svíinn erum annars einir heima frá og með gærdeginum fram á mánudag, frænka fór til Íslands. Ég sá um matinn fyrir okkur í dag og bjó til bilað gott satay-kjúklingasalat með doritos og allskonar grænmeti. Skaut aðeins yfir markið og ég held að við tveir gætum étið ekkert annað en afganginn af þessu þangað til frænka kemur aftur. Þetta var lúmskt mikið, enda var salatskálin þung þegar ég fór með hana á borðið.
Kjúklingur er bull ódýr hér miðað við heima, kíló af frystum kjúklingabringum kostar 50kr sænskar (x1,7 fyrir íslenskt verð).
Hastala vista
Wednesday, February 10, 2010
1sta Bókun
Úje, reyndar óstaðfest þannig ég ætla ekkert að öskra eða hlaupa um nakinn af hamingju og gleði. En þetta tók mánuð. Vonandi er fóturinn þá að troðast aðeins lengra inní bransadyrargættina hér. Þetta er semsagt auglýsing á mánudag og þriðjudag, fæ go eða no go annað kvöld.
Bíð spenntur.
Venjulegur dagur í dag, frændi í heimsókn með familíuna og svo var syntur kílómeter. Er ekki ennþá búinn að ná að synda meira en það, það er ekkert svo gaman að synda sko... en það er samt skárra en að hlaupa á hlaupabretti. Annars er ég að spá í að synda 1250m næst, ég er byrjaður að ná kílómetranum á innan við hálftíma (rétt svo) og ég hef ekki hugmynd um hvort það sé gott, sæmilegt eða dröllulélegt. Þannig ég ætti að geta bætt við 250 metrum eða svona 10 mínútum.
hmmm.. ekkert við þetta að bæta, bíómynd í kvöld og rólegheit...
Bíð spenntur.
Venjulegur dagur í dag, frændi í heimsókn með familíuna og svo var syntur kílómeter. Er ekki ennþá búinn að ná að synda meira en það, það er ekkert svo gaman að synda sko... en það er samt skárra en að hlaupa á hlaupabretti. Annars er ég að spá í að synda 1250m næst, ég er byrjaður að ná kílómetranum á innan við hálftíma (rétt svo) og ég hef ekki hugmynd um hvort það sé gott, sæmilegt eða dröllulélegt. Þannig ég ætti að geta bætt við 250 metrum eða svona 10 mínútum.
hmmm.. ekkert við þetta að bæta, bíómynd í kvöld og rólegheit...
Tuesday, February 9, 2010
Metnaðarfull Snjóverk
Ég er bara að dunda mér hér í Svíþjóðinni. Gekk í félag íslenskra námsmanna þrátt fyrir að ég sé ekki námsmaður, fékk að vera með en þau eru oft að gera e-ð skemmtilegt eins og fótbolta, bandí eða bjórkvöld. Er að vinna annars í ljósmyndum sem ég á aragrúa af.
Ætla að láta eina mynd fylgja af litlu frændum mínum hér úti fyrir familíuna heima.

Annars fór ég í stóran labbitúr í dag og rakst á nokkuð metnaðarfullt snjóverk í einum garðinum:

En annars allt gott. Lífið er að verða að nokkuð fínni rútínu, byrjaður að lesa sænska bók svo að ég fái nú einhvern orðaforða. Orð dagsins er fönster... sem er gluggi, það hefði mér ekki dottið í hug. En svona er þetta.
Ætla að láta eina mynd fylgja af litlu frændum mínum hér úti fyrir familíuna heima.

Annars fór ég í stóran labbitúr í dag og rakst á nokkuð metnaðarfullt snjóverk í einum garðinum:

En annars allt gott. Lífið er að verða að nokkuð fínni rútínu, byrjaður að lesa sænska bók svo að ég fái nú einhvern orðaforða. Orð dagsins er fönster... sem er gluggi, það hefði mér ekki dottið í hug. En svona er þetta.
Monday, February 8, 2010
Emailast á milljón
Byggi mér hægt og rólega upp samskiptanet. Annars fékk ég í dag bankareikning og gerði mér strax ferð niður í Dagsljus til að þeir gætu fengið þær upplýsingar. En ALAS, lestarguðirnir voru ekki búnir að taka mig í sátt (þetta er fyrsta tilraun síðan síðasta miðvikudag) og ég var tilneyddur að taka strætó niðreftir á T-bane stöð. Lestin var föst einhverstaðar.
En smellti upplýsingunum inná drengina hjá Dagsljus og sendi böns af emailum á einhvern gafferalista sem ég er búinn að fá. Þannig nú er bara að bíða. Mikið gert af því hér í Svíþjóð....
Gærdagurinn var rólegur, fór í verslunarleiðangur eftir sokkum og öðrum nauðsynjum, svo var sofanð yfir Superbowl.
En smellti upplýsingunum inná drengina hjá Dagsljus og sendi böns af emailum á einhvern gafferalista sem ég er búinn að fá. Þannig nú er bara að bíða. Mikið gert af því hér í Svíþjóð....
Gærdagurinn var rólegur, fór í verslunarleiðangur eftir sokkum og öðrum nauðsynjum, svo var sofanð yfir Superbowl.
Saturday, February 6, 2010
Hönnunargalli
Fyrir um það bil 35-36 árum byggði vitleysingur hús í Svíðjóð, húsið var með nánast engum vatnshalla og flötu þaki. Semsagt þegar það snjóar mikið þá hleðst það á þakið, og húsin hérna eru ekkert öll úr steypu þannig að grindin fer til fjandans þegar að snjórinn verður þungur í leysingunum. Sum þök gefa sig. En þetta er ástæðan fyrir því að ég eyddi 1 og hálfum tíma með Anders uppá þaki að moka snjóinn af þakinu. Sem var hressandi en ég (og þau) skil ekki þessa hönnun á húsi...
Fattaði samt eftir á að Anders heitir að eftirnafni Karlson. Og Karlson pá taket er einmitt Kalli á þakinu, ævintýrið eftir Astrid Lindgren, skemmtileg tilviljun.
Egill passaðu þig á snúrunni.
Hér er Stefan og familía í heimsókn með litlu hryðjuverkamennina tvo, þeim finnst rosa gaman að hanga inni hjá mér og horfa á sjónvarp þar og messa í öllu, en það gefur bara lífinu lit. Reyndar er sá eldri (Ronan) pollrólegur og þægur, hinn minni (Killian) er hinsvegar algjör andstæða og þefar markvisst upp hluti sem hann á ekki að fikta í. Þannig að hann er undir ströngu eftirliti inni hjá mér útaf tölvunni og myndavéladótinu.
Verið þæg í kvöld
Egill passaðu þig á snúrunni
Fattaði samt eftir á að Anders heitir að eftirnafni Karlson. Og Karlson pá taket er einmitt Kalli á þakinu, ævintýrið eftir Astrid Lindgren, skemmtileg tilviljun.
Egill passaðu þig á snúrunni.
Hér er Stefan og familía í heimsókn með litlu hryðjuverkamennina tvo, þeim finnst rosa gaman að hanga inni hjá mér og horfa á sjónvarp þar og messa í öllu, en það gefur bara lífinu lit. Reyndar er sá eldri (Ronan) pollrólegur og þægur, hinn minni (Killian) er hinsvegar algjör andstæða og þefar markvisst upp hluti sem hann á ekki að fikta í. Þannig að hann er undir ströngu eftirliti inni hjá mér útaf tölvunni og myndavéladótinu.
Verið þæg í kvöld
Egill passaðu þig á snúrunni
Friday, February 5, 2010
Personnummer
Í dag varð ég sænskur þegn, sem má eiga bankareikning, má stíla á reikninga, jafnvel eiga mína eigin áskrift hjá símafyrirtæki. Fékk kennitölu sko. Þannig nú get ég líka farið að borga skatta og svona skemmtilegt.
Það er samt gott að fá þetta núna, þetta gat tekið 2-8 vikur, þetta tók 2 vikur og 4 daga hér hjá mér, nú er að sjá á mánudaginn hvort einhver banki vilji fá mig Íslendinginn í viðskipti við sig. Ég vona það því annars verður erfitt að fá borguð laun.
Enn ein róleg helgin, ætla að fikta í Photoshop og taka lífinu með ró, sá mann í dag með mestu bauga sem ég hef séð annars í öllum heiminum. Í alvöru! Þetta voru bókstaflega pokar undir augunum á honum, svona húðpokar fullir af einhverju og þeir virtust þungir, þetta náði niður fyrir hálft nef. Ef ég hefði verið með myndavélina þá hefði ég tekið mynd af honum, þó að ég hefði þurft að borga honum. En ég var að koma úr sundi og fór beint í kjarnann í smábænum að versla, þar sá ég hann koma úr Ríkinu, og var ekki með vélina. Mun hafa augun opin fyrir honum framvegis.
Góða helgi gott fólk
Það er samt gott að fá þetta núna, þetta gat tekið 2-8 vikur, þetta tók 2 vikur og 4 daga hér hjá mér, nú er að sjá á mánudaginn hvort einhver banki vilji fá mig Íslendinginn í viðskipti við sig. Ég vona það því annars verður erfitt að fá borguð laun.
Enn ein róleg helgin, ætla að fikta í Photoshop og taka lífinu með ró, sá mann í dag með mestu bauga sem ég hef séð annars í öllum heiminum. Í alvöru! Þetta voru bókstaflega pokar undir augunum á honum, svona húðpokar fullir af einhverju og þeir virtust þungir, þetta náði niður fyrir hálft nef. Ef ég hefði verið með myndavélina þá hefði ég tekið mynd af honum, þó að ég hefði þurft að borga honum. En ég var að koma úr sundi og fór beint í kjarnann í smábænum að versla, þar sá ég hann koma úr Ríkinu, og var ekki með vélina. Mun hafa augun opin fyrir honum framvegis.
Góða helgi gott fólk
Thursday, February 4, 2010
And there was nothing
Ekkert gert af viti í dag. Enda hékk ég á skype með strákunum fram undir 2 síðustu nótt, reif mig samt upp rúmlega 9 og hef fundið fyrir því í dag. Geispa og geispa, en ég fór í litla kjarnann hér í úthverfinu og settist á kaffihús og las í rólegheitunum. Ágætis staður, góðir sófar og þægilegt andrúmsloft, ekki slæmt kaffi heldur.
Á morgun er sund og miðbæjarferð kannski, sé til hvort ég sé búinn að taka lestarnar í sátt (eða þær mig)
Á morgun er sund og miðbæjarferð kannski, sé til hvort ég sé búinn að taka lestarnar í sátt (eða þær mig)
Wednesday, February 3, 2010
ARGH!
Fór í lestina í morgun, hress á leiðinni í vinnuna klukkan hálf átta eins og nýr úr kassanum. Lestin fór eina stöð og festist svo í bremsu og öllum var hent út í kuldann, okkur var sagt að það væri strætó á leiðinni að pikka okkur upp. Hann koma aldrei og frá stoppistöðinni sáu allir lestina sem var föst í bremsu keyra aftur af stað eftir 15 mín! Þannig að allir fóru aftur á brautarpallinn og náðu næstu lest, var meira en hálftíma seinn í vinnuna og frekar pirraður.
Vann svo mikið í vinnunni að ég þarf ekki að mæta á morgun, bíómyndapakkinn er að klárast í rólegheitunum.
Svo á leiðinni heim bilaði lestin fokking aftur, í þetta skipti var ljósabúnaðurinn eitthvað bilaður og við þurftum að snúa við og fara í aðra lest og VESEN VESEN!!!!
Urrr...
En gott í bili, allt er mjög gott hér og ég ætla að biðja til lestarguðsins í kvöld.
Vann svo mikið í vinnunni að ég þarf ekki að mæta á morgun, bíómyndapakkinn er að klárast í rólegheitunum.
Svo á leiðinni heim bilaði lestin fokking aftur, í þetta skipti var ljósabúnaðurinn eitthvað bilaður og við þurftum að snúa við og fara í aðra lest og VESEN VESEN!!!!
Urrr...
En gott í bili, allt er mjög gott hér og ég ætla að biðja til lestarguðsins í kvöld.
Tuesday, February 2, 2010
Und still!
Ójá
Meiri vinna á morgun við það sama, preppuðum 1 stk bíl í dag og nokkur smádjobb, plús allt wrappið sem er í gangi. Ég læri meira og meira af þessu. Samt er ég oft pirraður því það tefur mig að vita ekki hvernig protocolið er ef maður finnur eitthvað að einhverju. T.d. hvenær lætur maður það sleppa og hvenær ekki, hvað er gamall galli sem er búið að rukka fyrir... hvenær geri ég sjálfur við það og hvenær set ég það í viðgerðarherbergið... urr... Finnst eins og ég geri ekki annað en að spyrja hina hvað ég á að gera í þessu eða hinu, sem pirrar mig vonandi miklu meira en þá. Hlýt að læra þetta á endanum.
Heit sturta og rólegt kvöld framundan, batterýin tæmast fljótt þegar maður þarf að einbeita sér til að skilja hvað fólk er að segja OG vera að vinna á milljón. Slefa yfirleitt af þreytu um 10 leytið. En sænskan mín hefur tekið framförum, ég er amk byrjaður að tala hana alltaf frekar en að hoppa yfir á ensku.
En en, bíð ennþá eftir fyrsta sett djobbinu, bíð spenntur!
Meiri vinna á morgun við það sama, preppuðum 1 stk bíl í dag og nokkur smádjobb, plús allt wrappið sem er í gangi. Ég læri meira og meira af þessu. Samt er ég oft pirraður því það tefur mig að vita ekki hvernig protocolið er ef maður finnur eitthvað að einhverju. T.d. hvenær lætur maður það sleppa og hvenær ekki, hvað er gamall galli sem er búið að rukka fyrir... hvenær geri ég sjálfur við það og hvenær set ég það í viðgerðarherbergið... urr... Finnst eins og ég geri ekki annað en að spyrja hina hvað ég á að gera í þessu eða hinu, sem pirrar mig vonandi miklu meira en þá. Hlýt að læra þetta á endanum.
Heit sturta og rólegt kvöld framundan, batterýin tæmast fljótt þegar maður þarf að einbeita sér til að skilja hvað fólk er að segja OG vera að vinna á milljón. Slefa yfirleitt af þreytu um 10 leytið. En sænskan mín hefur tekið framförum, ég er amk byrjaður að tala hana alltaf frekar en að hoppa yfir á ensku.
En en, bíð ennþá eftir fyrsta sett djobbinu, bíð spenntur!
Monday, February 1, 2010
Jobbe
Jess, lestarsamgöngurnar voru eitthvað leiðinlegar í morgun þannig ég var pínu seinn í vinnuna, en allir virtust skilja það. Svo hafði líka hlýnað í nótt þannig að í staðinn fyrir -17° voru bara litlar -4° í morgun rétt fyrir 7.
En spacelights, shadowmakers og hellingur af skemmtilegu stöffi var skoðað og tékkað inn í dag, við vorum orðnir 5 á gólfinu bara að tékka ljósadót (3-4 í griphorninu, camerur eru í öðru húsnæði en þeir voru sennilega líka allavega 4), erum ekki hálfnaðir einu sinni þannig ég fer aftur á morgun. En núna mæting 9 þannig ég þarf bara að fara að heiman rétt fyrir átta... mun eðlilegra einhvernvegin.
Ég hef lúmskt gaman að vinnunni núna þó hún sé ekki fjölbreytileg til lengri tíma, fullt af nýju stuffi til að fikta í sem ég hafði bara heyrt um og nokkuð fínir gaurar bara. Ég get samt ennþá ekki sagt langa sögu né brandara á sænsku... en ég baslast við að tala hana svo það komi nú einhverntíman.
En rólegt í kvöld, bara sjónvarp og smá talva.
En spacelights, shadowmakers og hellingur af skemmtilegu stöffi var skoðað og tékkað inn í dag, við vorum orðnir 5 á gólfinu bara að tékka ljósadót (3-4 í griphorninu, camerur eru í öðru húsnæði en þeir voru sennilega líka allavega 4), erum ekki hálfnaðir einu sinni þannig ég fer aftur á morgun. En núna mæting 9 þannig ég þarf bara að fara að heiman rétt fyrir átta... mun eðlilegra einhvernvegin.
Ég hef lúmskt gaman að vinnunni núna þó hún sé ekki fjölbreytileg til lengri tíma, fullt af nýju stuffi til að fikta í sem ég hafði bara heyrt um og nokkuð fínir gaurar bara. Ég get samt ennþá ekki sagt langa sögu né brandara á sænsku... en ég baslast við að tala hana svo það komi nú einhverntíman.
En rólegt í kvöld, bara sjónvarp og smá talva.
Subscribe to:
Posts (Atom)