Thursday, May 27, 2010

E-ð stuff

Hér kemur smá test af video / linka uploadi á bloggið.

Hér áttu að geta séð fyrstu auglýsinguna sem ég vann í hér úti:

http://youtube.com/watch?v=v5Rph-oOVMw

Og Robyn videoið, fyrir þá sem fíla hana er hér:

http://blogs.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendId=113865677&blogId=534694791

Það virkar ekki hjá mér að "embedda" þetta í bloggið, en fyrir þá sem vilja sjá þetta stuff þá er bara að copy/paste-a linkana.



Out for now

Saturday, May 22, 2010

Styttist

Í að Biggi og Helgi komi í heimsókn og að ég taki mér vikufrí. En það er búið að vera nokkuð gott um vinnu undanfarið og engin vika alveg dauð. Auglýsing á morgun og hinn.

Annars var drukkinn bjór í piparsveina-íbúð ársins í gær. Penthouse íbúð sem var frekar vel staðsett, með tvær hæðir, glergólf á efri hæðinni, sería á svölunum og fjólublá leðurbólstruð hurð að baðinu. Og miklu meira sem ég nenni ekki að telja upp. Var semsagt með Finna, hans frú og gömlum vinum hans. Mjög gaman.

Umm hvað meira, íbúðin mín að verða meira og meira mín með hverjum deginum, geri smávægilegar breytingar næstum á hverjum degi. Allt að koma

Monday, May 17, 2010

No more Musicvideos

Það fyrra með Robyn (síðasta sunnudag) var uþb 19 tímar, þetta sem var í gær... var 25 tímar. Kom heim klukkan 07:00, fór út kl 05:15 í gærmorgun. Ætla að bíða með að taka annað músíkvideo.

Annars voru stjórnendurnir (tökumaðurinn og leikstjórinn) einhverjir þungavigtakallar hér úti, er búinn að skoða síðuna hjá öðrum þeirra og hún er mjög flott. Var búinn að lesa um sumt sem hann hafði gert en tengdi það ekki við nafnið.

Annars var aftur gott veður í dag, ég þurfti samt að ná upp smá svefni og vesenast aðeins hér og þar þannig ég gat ekki beint notið veðurblíðunnar, en fékk samt smá sól.

Saturday, May 15, 2010

Það er komið sumar

Hitinn í dag var frábær, flutti, henti dótinu inn í íbúðina, tengdi modemið, heilsaði uppá grannana, fór svo bara á skyrtu og stuttbuxum í labbitúr um hverfið. Það var Sjóðandi heitt og fólk lá allstaðar í sólbaði. Fyrsti almennilegi dagurinn.

Fyrsta nóttin í nótt í íbúðinni, en annars verð ég að vakna um fimm, er að fara út á einhverja eyju að vinna á morgun. Músíkvideo fyrir Adiam Dymott, einhverja söngkonu. Langur dagur framundan í því dæmi, en það verður örugglega gaman.

Er annars með flotta granna, næstum bara ungt fólk býr í húsinu, og bretinn sem á heima hér beint á móti hannar verk undir og á hjólabretti. Er allataf vinnandi eða reykjandi, hann stakk upp á því að við fengjum okkur bjór við tækifæri, hann býr annars með dóttur konunnar sem á allt húsið.

Thursday, May 13, 2010

L'apartment

Hún er klár, ég og frænka tókum tveggja tíma törn í henni, þrifum, þurrkuðum af, ryksuguðum og skúruðum.

Annars skilaði Ludwig henni nokkuð ágætri bara, var búinn að taka svona 50% af skítnum út. Þannig þetta er að verða helvíti fínt bara eftir að við tókum hin 50%. En netið mitt er ekki komið, verð að sjá til hvort að ég geti ekki pluggað því rugli í gang helst strax. Ég var búinn að hringja og panta, og það hefði átt að koma í gær, en ég þarf að tékka betur á þessu. Glatað að vera ekki með net og geta ekki skoðað vinnupóstinn sinn.
Þá verð ég bara að hlaupa út á 7/11, þeir eru með fríar nettengdar tölvur.

Annars er planið að flytja á laugardag, byrjaður að pakka, frænka fann fullt af matardiskum / hnífapörum sem hún notar aldrei og vill losna við, ég tek glaður við því. Ludwig var greinilega ekki oft með gesti, hann átti tvo gaffla og tvo hnífa. Svo held ég að það hafi verið skeið þarna líka. Kannski nennti hann bara ekki að vaska upp og henti öllu þegar hann fór, það er líka möguleiki. Allavega voru engir matardiskar þarna, bara djúpir diskar. Kannski var hann súpugaur, ég veit það ekki. Hann átti samt bara eina skeið þannig ég er ekki viss.

Hmm what else, jú svo nýtt músíkvideo á Sunnudag, einhverstaðar fyrir utan bæinn, og svo Dagsljus á mánudag, eftir það mega alveg koma 2-3 lausir dagar, svona á meðan ég er að koma mér fyrir í íbúðinni. Sé hvað gerist.

Tuesday, May 11, 2010

flytja?

Fékk íbúðina á sunnudag, hef ekki náð að komast þangað enn sökum anna.
Var að gera tónlistarmyndband fyrir Robyn á sunnudeginum í uþb 20 tíma, svo heim að sofa í tvo tíma svo beint niðrá Dagsljus að vinna.
Í dag var síðasti vinnudagurinn minn í Jóladagatalinu hérna, það verður wrappað á morgun og partý um kvöldið. Það hefði verið gaman ef að ég væri búinn að flytja, en er að vinna á morgun hjá Dagsljus aftur og næ ekkert að gera í íbúðinni fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Þannig ég bara skipti um föt og fer í sturtu niðrí bæ bara, fer svo beint í partýið þaðan.

Hmm hvað annað.... ekkert spes framundan, nema nokkrir dagar hjá Dagsljus, og þá vonandi næ ég að flytja. Vonandi...

Friday, May 7, 2010

Týpískt

Fæ lyklana að íbúðinni í dag. Búinn að vera laus frá verkefnum alla vikuna, og auðvitað er ég fullbókaður fram á næsta fimmtudag núna. Ætla að reyna að þrífa og gera klárt á kvöldin bara en ég er ekki að sjá að ég geti flutt inn fyrr en í allrafyrsta lagi á fimmtudaginn næsta. Ef ekki þá, þá verður það um helgina þar á eftir.

Annars fór ég niður í bæ í gær og skoðaði Kungsträdgården, Hann er allur í kirsuberjatrjám og þau eru einmitt bleik um þetta leyti ársins. Aldrei séð þannig áður, mjög spes.

Wednesday, May 5, 2010

Urrr

Gaurinn sem ég er að flytja inn til gefur mér tilefni til að taka fram og dusta af orði frá áttunda áratug síðustu aldar.... gufa. Ég hef aldrei hitt mann sem er meiri gufa, honum er skítsama um allt sem gerist í kringum sig. Engar áhyggjur, ég er samt að fá íbúðina um helgina... hann bara virðist ekki vita neitt. Ég hringdi í hann áðan til að fá að vita númer hvað íbúðin væri... ætlaði að panta net í hana og svona... hann vissi það ekki alveg, ætlaði að hringja og tékka. Hvert fær maðurinn póstinn sinn?! Hann lifir ekki fyrir einn dag í einu, hann lifir fyrir einn klukkutíma í einu.

En góðar fréttir fyrir komandi gesti, ég er að redda svefnsófa í staðinn fyrir sófan hans. Sem er gott stuff.

Bíð eftir góða veðrinu.

Saturday, May 1, 2010

Frí jess

Núna virðist ég hafa nokkuð mikið að gera, amk síðustu 10 dagar voru frekar hektískir, og strax búið að bóka mig á 3 í næstu viku. Bara gott mál því mig er farið að langa svoldið í iPhone.... En ég ætla að standast freistinguna aðeins lengur amk.

Nú voru stelpurnar í Hej að bjóða mér á einhvern vorfögnuð á skrifstofunni, sem verður eflaust gaman að fara á, og svo fer að líða að wrappi á Jóladagatalinu... sem hefur verið duglegt að bóka mig svona 7-10 daga í mánuði... en núna eru auglýsingarnar byrjaðar að detta inn þannig að þetta ætti að bjargast.

Vonandi næ ég samt að flytja næstu helgi, það væri fínt að færa sig nær og allt það... hmm hvað annað er um að vera... tréin eru að fá lauf, hér var Valborgarmessa í gær þannig það voru brennur og pínu flugeldasýningar í gær. Mjög vinsæll dagur fyrir unglinga til að detta í það. Ég missti því miður af öllum brennum, var að gera Kókakóla auglýsingu í einhverju studioi til svona 10 í gærkvöldi og var ekki kominn heim fyrr en undir 11. En lestin var samt full af blekuðum ungmennum, þannig ég sá þau. Lestin ilmaði af alkóhóli og ilmvatni.

Þvottadagur í dag 1 af þrem vélum komin í gang...