Í dag ætla ég ekki að gera neitt. Ég efast um að ég fari úr náttbuxunum. Tvær 16 tíma auglýsingar í röð að baki, sú fyrri léttari en sú seinni.
Í gær var sól fyrst og heitt, svo skýjað og heitt, svo rigning og heitt, svo bara ískalt og rigning. Og við vorum úti í 16 tíma. Brjálað að gera, en mjög gaman.
Svo aftur auglýsing á morgun... það verður allt í lagi, næ að hvíla þessa törn úr mér. Svo lítur út fyrir að ég sé í fríi um helgina. Sem verður næs.
Jú íbúðaflutningurinn frestaðist um viku, gaurinn sem á hana þarf að vera í Stokkhólmi í eina viku í viðbót, þannig við seinkuðum þessu bara. Þannig ég verð hér í útjaðrinum aðeins lengur.
geisp
Thursday, April 29, 2010
Monday, April 26, 2010
Meh
Jæja ég skoðaði íbúðina í gær, tók frænku með og eiginmann hennar til þess að þau gætu spurt að öllu sem ég myndi gleyma að spyrja að. Ég tek íbúðina bara, hverfið var næs, en gaurinn sem býr í henni er sóði þannig ég þarf að þrífa nokkuð vel bara.
Jú og svo bjó þarna gjörsamlega smekklaus manneskja einhverntíman, baðherbergið er eiturgrænt, svo einhver rauður skápur þar fyrir utan, svefnherbergið fölfjólublátt og stofan fölbrún. Ég ætla að reyna að fá að mála allt klabbið hvítt bara. Eða amk baðherbergið og stofuna.
Annars er gaseldavél og svalir sem fylgja. Töff stöff.
uuu já...
Jú og svo bjó þarna gjörsamlega smekklaus manneskja einhverntíman, baðherbergið er eiturgrænt, svo einhver rauður skápur þar fyrir utan, svefnherbergið fölfjólublátt og stofan fölbrún. Ég ætla að reyna að fá að mála allt klabbið hvítt bara. Eða amk baðherbergið og stofuna.
Annars er gaseldavél og svalir sem fylgja. Töff stöff.
uuu já...
Thursday, April 22, 2010
Auglýsing 1
Jæja, vonandi eitthvað að glæðast í íbúðamálum hjá mér, fer væntanlega að skoða íbúð um helgina í Abrahamsberg... það verður spennandi. Mér skilst að ég fái hana eiginlega ef að mér líst á hana og ef eigandanum líst vel á mig. Meira um framvindu þeirra mála seinna bara....
Annars var ég í fyrstu auglýsingunni minni hér úti í dag, það var sveitt og brjálað að gera. Og ég er að sofna. En fullt af ljósum sem ég hafði ekki notað áður fóru upp í loftið, Dinos, brutelight og 10K Molebeam. Allt mjög lærdómsríkt. Musliauglýsing skotin á 35mm cameru. Fékk strax tilboð í aðra auglýsingu næsta þriðjudag sem ég tók.
Svo er bara videoið um helgina, það verður skotið á Canon 5d.
Nenni ekki að skrifa meira.
Annars var ég í fyrstu auglýsingunni minni hér úti í dag, það var sveitt og brjálað að gera. Og ég er að sofna. En fullt af ljósum sem ég hafði ekki notað áður fóru upp í loftið, Dinos, brutelight og 10K Molebeam. Allt mjög lærdómsríkt. Musliauglýsing skotin á 35mm cameru. Fékk strax tilboð í aðra auglýsingu næsta þriðjudag sem ég tók.
Svo er bara videoið um helgina, það verður skotið á Canon 5d.
Nenni ekki að skrifa meira.
Monday, April 19, 2010
Músíkvideoið
Jamm næstu helgi verður gert vídeo fyrir band sem heitir bara "Sænska Stelpan" þrjár stelpur og indie-rokk. Veit ekkert hvernig þetta verður en fundur í kvöld þar sem verður kíkt á stúdíóið og farið yfir reffa.
Þið heima eruð bara með sturlað eldfjall, það er mikið spurt mig út í hvort ég væri ekki til í að vera á Íslandi til að kíkja á þetta. Ég segi þeim að það hefði kannski verið fínt að kíkja á hitt gosið en þetta sem er núna er ekkert sem maður kíkir á :P
Hmmm annars gæti eitthvað verið að gerast fljótlega í íbúðarmálum hjá mér, en ætla ekki að jinxa því með því að tala of mikið um það.
Jú og svo eru 2 auglýsingar í næstu viku.... loksins loksins.
Þið heima eruð bara með sturlað eldfjall, það er mikið spurt mig út í hvort ég væri ekki til í að vera á Íslandi til að kíkja á þetta. Ég segi þeim að það hefði kannski verið fínt að kíkja á hitt gosið en þetta sem er núna er ekkert sem maður kíkir á :P
Hmmm annars gæti eitthvað verið að gerast fljótlega í íbúðarmálum hjá mér, en ætla ekki að jinxa því með því að tala of mikið um það.
Jú og svo eru 2 auglýsingar í næstu viku.... loksins loksins.
Thursday, April 15, 2010
Idol Stúdíóið
Vorum að pre-lighta það í dag. Tökuliðið kemur á morgun og byrjar í tjaldi. Að búa til dag innandyra (fyrir tjaldið) tók (nördadal) 3 x stór bounce og 3x fjarka, einn á hvert bounce sem var í 45 gráðu halla "yfir" tjaldinu. Svo 3 x 1200W á röri, skotnir undir bouncin og beint á tjaldið. Á "göflunum" (þetta var svona ferkantað hertjald) voru annars vegar 1x1200W á bounce í 45 gráðu halla, hinumegin 12x12 ultrabounce sem 3x1200 var dælt í. Það hefði verið léttara að gera þetta úti á bílastæði :P
But anyway, perks í vinnunni, er að vinna fyrir SF sem rekur öll bíó í Stokkhólmi. Fékk production jakka, og 2 bíómiða. Rosa hress með það, svo er annað partý á morgun sem productionin splæsir.
Gott stuff. Farinn að sofa, þarf að ná lest 05:30 á morgun.
But anyway, perks í vinnunni, er að vinna fyrir SF sem rekur öll bíó í Stokkhólmi. Fékk production jakka, og 2 bíómiða. Rosa hress með það, svo er annað partý á morgun sem productionin splæsir.
Gott stuff. Farinn að sofa, þarf að ná lest 05:30 á morgun.
Wednesday, April 14, 2010
24 gráður
Úti í sólinni. Úje. Báturinn gekk vel, Ég varð sjóveikur um leið og ég kom um borð. En náði einhvernvegin að bægja því frá mér. Ég var fínn á meðan við vorum að vinna. En þetta er bara þessi ferjulykt, eldgömul einhverskonar blanda af mat, áfengi og ælu sem hefur sest í teppin. Svo dass af sjávarlofti með góðri seltu... þá er þetta nokkurnvegin komið. Verð ekkert sjóveikur í stórum fiskibátum eða minni trillum.... bara ferjum.
Svo bara labbitúr í góða veðrinu, búin að fá nokkra góða daga í röð. Snjórinn er löngu farinn, nema einhver fúll skafl ofaní skurði kannski.
Prelight dagur á morgun í stúdíóinu, verður ekki mikið mál hugsa ég. Svo fíníseringar þar á föstudag. Gaman að vinna oft þegar maður er ekki með 30 manns í kringum sig og tímann á herðunum. Bara dunda sér og vanda sig.
Svo bara labbitúr í góða veðrinu, búin að fá nokkra góða daga í röð. Snjórinn er löngu farinn, nema einhver fúll skafl ofaní skurði kannski.
Prelight dagur á morgun í stúdíóinu, verður ekki mikið mál hugsa ég. Svo fíníseringar þar á föstudag. Gaman að vinna oft þegar maður er ekki með 30 manns í kringum sig og tímann á herðunum. Bara dunda sér og vanda sig.
Tuesday, April 13, 2010
Ekki hættur
Æh best að halda áfram.
En það hefur svosem ekkert merkilegt gerst hér, það komu páskar og ég fékk íslenskt páskaegg! úje. Það sem var ekki úje var að ég braut tönn á karamellu úr því. Þannig ég þurfti að fara til sænsks tannlæknis í gær. Það var ekkert töff. Hún ætlaði ekkert að deyfa mig, bara bora, ég mótmælti og fékk loksins sprautu sem ég var byrjaður að ímynda mér að væri rándýr, en hún var svo ókeypis.... Þá gekk þetta samt bara hviss bamm búmm í stólnum, tók svona 3 mínútur að troða einhverju í brotið, slípa það til og vera skipað að skola. Mér er samt illt í tönninni í dag, veit ekki hvort að það er eðlilegt. Gef þessu nokkra daga í viðbót.
Annars er ég að fara í Finnlandsferjuna á morgun að vinna. Tökur í bátnum meðan hann liggur við bryggju. Svaka stress á tíma. Svo er pre-light í stúdíói á fimmtud og föstud. Og eitthvað músíkvideo í næstu viku, á laugardeginum sem kallinn á bara að lýsa einn og óstuddur. Fer á fund með tökumanninum í næstu viku til að skipuleggja þetta eitthvað.
Finnlandsferjan er svona fylleríis bátur sem Svíar skella sér í og djamma bara um borð. Sigla fram og tilbaka til Finnlands og versla í dutyfree. Kemur túrisma ekkert við, báturinn er sennilega allur út í kynsjúkdómum og ælu. Stuð. Muna að taka með hanska, mikilvægt.
En það hefur svosem ekkert merkilegt gerst hér, það komu páskar og ég fékk íslenskt páskaegg! úje. Það sem var ekki úje var að ég braut tönn á karamellu úr því. Þannig ég þurfti að fara til sænsks tannlæknis í gær. Það var ekkert töff. Hún ætlaði ekkert að deyfa mig, bara bora, ég mótmælti og fékk loksins sprautu sem ég var byrjaður að ímynda mér að væri rándýr, en hún var svo ókeypis.... Þá gekk þetta samt bara hviss bamm búmm í stólnum, tók svona 3 mínútur að troða einhverju í brotið, slípa það til og vera skipað að skola. Mér er samt illt í tönninni í dag, veit ekki hvort að það er eðlilegt. Gef þessu nokkra daga í viðbót.
Annars er ég að fara í Finnlandsferjuna á morgun að vinna. Tökur í bátnum meðan hann liggur við bryggju. Svaka stress á tíma. Svo er pre-light í stúdíói á fimmtud og föstud. Og eitthvað músíkvideo í næstu viku, á laugardeginum sem kallinn á bara að lýsa einn og óstuddur. Fer á fund með tökumanninum í næstu viku til að skipuleggja þetta eitthvað.
Finnlandsferjan er svona fylleríis bátur sem Svíar skella sér í og djamma bara um borð. Sigla fram og tilbaka til Finnlands og versla í dutyfree. Kemur túrisma ekkert við, báturinn er sennilega allur út í kynsjúkdómum og ælu. Stuð. Muna að taka með hanska, mikilvægt.
Thursday, April 1, 2010
bleh
Sá vafasamt athæfi í dag á leið heim úr vinnu. Á nokkuð stórri neðanjarðarlestarstöð var ungur (ca 16 ára) þeldökkur drengur með arminn utanum gamla hvíthærða kengbogna konu. Hann var skælbrosandi og nokkrir grunsamlegir vinir hans voru nálægt og fjórir öryggisverðir voru að spjalla við kauða. Konan greyið leit út fyrir að vera nokkuð hrædd.
Ég spyr... ef hann og vinir hans voru að angra hana... af hverju var ekki talað við fólkið í sitthvoru lagi.
Bleh segi ég. Annars eru víst að koma páskar...
Ég spyr... ef hann og vinir hans voru að angra hana... af hverju var ekki talað við fólkið í sitthvoru lagi.
Bleh segi ég. Annars eru víst að koma páskar...
Subscribe to:
Posts (Atom)