Friday, July 2, 2010

Ljud och Bild

Hin tækjaleigan er farin að sýna mér áhuga. Vinn töluvert fyrir þá núna og þeir vilja endilega fá mig til að vinna hjá þeim eins mikið og ég get því að nú eru margir að fara í sumarfrí. Það er massaskemmtilegur mórall þar, minnir mig pínu á bílaleiguna í gamla daga.

Hljómar reyndar fínt að vinna fullt fyrir þá núna því að auglýsingarnar eru í rénun núna og gafferarnir sem ég vinn mikið fyrir eru farnir í frí, nokkrir af þeim amk. Þannig því ekki að fá inn aukapening hjá leigunni.

Já svo fór ég ekkert úr bænum, bretinn var whippaður af konunni til að halda sig heima, og þessvegna hafði ég ekkert far. En RedBull keppnin er í bænum, þannig ég fer á hana á Sunnudag, og svo er Annie Leibovitz með sýningu í bænum sem væri gaman að sjá. Þannig það er sunnudagurinn, svo er auðvitað þakpartý á morgun.

Pink Room

Tuesday, June 29, 2010

Laura Palmer

Ég er að fara að vinna í einhverri Ikea auglýsingu í dag, og eins og heima þá er myndað í búðinni eftir lokun, þannig næturvinna er á dagskrá. Tók þessvegna vökumaraþon í gær og byrjaði á að horfa á leikinn, en hætti eftir að Brasilía komst í 2-0, sá ekki Chile gera neitt comeback úr því. Svo setti ég á myndina Dogtooth, mjög sérstök Grísk mynd sem vann un certain regard á Cannes 2009. Ekki fyrir viðkvæma, heldur ekkert hátt tempo í myndinni. Svo tók við 4 þættir af Twin Peaks... þannig ég er frekar ringlaður í dag og Twin Peaks lagið spilaðist í draumum mínum, vaknaði svo við að einhver sænsk kona var að tala mjög hátt um að eitthvað ætti ekki að vera þar sem það væri ef að kóngurinn kæmi í heimsókn.
Ég hélt að þetta væru bara leifar af draumum í hausnum mínum, en svo var einhver kona að skammast í Bretanum, nágranna mínum, og sagði eitthvað á þessa leið. Hluturinn sem var á vitlausum stað var einhver stóll úti í garði... hvar sænski kóngurinn kom inn í myndina skildi ég samt aldrei alveg.

Annars er búið að bjóða mér á eitthvað rosalegt blakmót/strandpartý í Malmköping um helgina, það er á laugardaginn, svo ætla mínir frábæru grannar að reyna að smíða einhverja seglflugvél og taka þátt í RedBull seglflugvélakeppni á sunnudeginum þarna úti. Þá ætla þeir semsagt að hoppa fram af sex metra bjargi í þessari uppfinningu sinni og sjá hvað þeir geta flogið langt, sounds too good to miss.

Ef ég fer ekki úr bænum þá er þakpartý á Södermalm, þekki bara eina manneskju þar af 75 sem hafa boðað komu sína. Akkúrat núna hljómar betur að fara úr Stokkhólmi, en ætla að sjá til, verð að redda mér fari (vinn á föstudag og flestir ætla að fara á fimmtud) og ætla líka að skoða veðrið. Annars langar bretanum líka pínu á blakið, og hann bauðst til að bíða eftir mér bara á föstudaginn, en allt skýrist á fimmtudag.

Býst við rólegum júlí annars, en það er fínt eftir að það er búið að vera slatti að gera. Þannig ég bara sé til hvað gerist, jú og svo fæ ég kannski bíómynd uppúr miðjum ágúst. En á eftir að klára að semja, þannig það getur ennþá farið á hvorn vegin sem er.

Fire, walk with me.

Monday, June 21, 2010

Gleymdi þessu

Gleymdi eiginlega að ég á bloggsíðu.

Anyhow, búið að vera brjálað að gera bara, strákarnir voru í heimsókn fram á fimmtudag, og ég byrjaði strax að vinna á föstudag, það sér enn ekki fyrir endan á þeirri törn. Mig langar aftur í frí eiginlega.

En í gær var ég að gera svoldið spes, konunglega brúðkaupið fór fram í kirkju í Gamla Stan, og við vorum 4 gaurar að vinna þar í gær að taka niður lýsinguna í kirkjunni. Blóminn voru ennþá á sínum stað þarna inni, og altarisklæðið frá 1600 og eitthvað var ennþá á altarinu, og við vorum bara skildir eftir með lykla að byggingunni. Ég skoðaði mig um á meðan við biðum eftir flutningabílnum þegar við vorum búnir, flott alltsaman. Og einhverra hluta vegna (ég skildi aldrei almennilega símtalið sem ég fékk fyrir djobbið) þá var ég með yfirumsjón á allri pakkningu og skipulagi á ljósunum þegar þau voru komin niður. Komst að því í dag að ég var ekki að vinna fyrir sömu gaura og hinir, ég var að vinna freelance fyrir Dagsljus á staðnum, þeir vildu hafa einhvern þar sem þeir þekkja i guess. En gott að þeir treysta mér.

Hmm... hvað annað, jú Midsommar er að koma hér, það er rosa hátíð framundan næstu helgi. Vinnufélagi er að reyna að fá mig á einhvern bar sem á böns af bjórtegundum á fimmtud til að byrja að halda uppá þriggja daga helgina. Svo eru maístangir byrjaðar að rísa á torgum hér og þar. Heiðingjaland sko, unnið á hvítasunnu en allt stoppað útaf einhverri elgamalli frjósemishátíð. En ekki kvarta ég, win some lose some.

Ég ætla ekkert að lofa að vera eitthvað duglegur hér, en ég skal reyna að vera betri en ég hef verið.

Thursday, May 27, 2010

E-ð stuff

Hér kemur smá test af video / linka uploadi á bloggið.

Hér áttu að geta séð fyrstu auglýsinguna sem ég vann í hér úti:

http://youtube.com/watch?v=v5Rph-oOVMw

Og Robyn videoið, fyrir þá sem fíla hana er hér:

http://blogs.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendId=113865677&blogId=534694791

Það virkar ekki hjá mér að "embedda" þetta í bloggið, en fyrir þá sem vilja sjá þetta stuff þá er bara að copy/paste-a linkana.



Out for now

Saturday, May 22, 2010

Styttist

Í að Biggi og Helgi komi í heimsókn og að ég taki mér vikufrí. En það er búið að vera nokkuð gott um vinnu undanfarið og engin vika alveg dauð. Auglýsing á morgun og hinn.

Annars var drukkinn bjór í piparsveina-íbúð ársins í gær. Penthouse íbúð sem var frekar vel staðsett, með tvær hæðir, glergólf á efri hæðinni, sería á svölunum og fjólublá leðurbólstruð hurð að baðinu. Og miklu meira sem ég nenni ekki að telja upp. Var semsagt með Finna, hans frú og gömlum vinum hans. Mjög gaman.

Umm hvað meira, íbúðin mín að verða meira og meira mín með hverjum deginum, geri smávægilegar breytingar næstum á hverjum degi. Allt að koma

Monday, May 17, 2010

No more Musicvideos

Það fyrra með Robyn (síðasta sunnudag) var uþb 19 tímar, þetta sem var í gær... var 25 tímar. Kom heim klukkan 07:00, fór út kl 05:15 í gærmorgun. Ætla að bíða með að taka annað músíkvideo.

Annars voru stjórnendurnir (tökumaðurinn og leikstjórinn) einhverjir þungavigtakallar hér úti, er búinn að skoða síðuna hjá öðrum þeirra og hún er mjög flott. Var búinn að lesa um sumt sem hann hafði gert en tengdi það ekki við nafnið.

Annars var aftur gott veður í dag, ég þurfti samt að ná upp smá svefni og vesenast aðeins hér og þar þannig ég gat ekki beint notið veðurblíðunnar, en fékk samt smá sól.

Saturday, May 15, 2010

Það er komið sumar

Hitinn í dag var frábær, flutti, henti dótinu inn í íbúðina, tengdi modemið, heilsaði uppá grannana, fór svo bara á skyrtu og stuttbuxum í labbitúr um hverfið. Það var Sjóðandi heitt og fólk lá allstaðar í sólbaði. Fyrsti almennilegi dagurinn.

Fyrsta nóttin í nótt í íbúðinni, en annars verð ég að vakna um fimm, er að fara út á einhverja eyju að vinna á morgun. Músíkvideo fyrir Adiam Dymott, einhverja söngkonu. Langur dagur framundan í því dæmi, en það verður örugglega gaman.

Er annars með flotta granna, næstum bara ungt fólk býr í húsinu, og bretinn sem á heima hér beint á móti hannar verk undir og á hjólabretti. Er allataf vinnandi eða reykjandi, hann stakk upp á því að við fengjum okkur bjór við tækifæri, hann býr annars með dóttur konunnar sem á allt húsið.