Monday, June 21, 2010

Gleymdi þessu

Gleymdi eiginlega að ég á bloggsíðu.

Anyhow, búið að vera brjálað að gera bara, strákarnir voru í heimsókn fram á fimmtudag, og ég byrjaði strax að vinna á föstudag, það sér enn ekki fyrir endan á þeirri törn. Mig langar aftur í frí eiginlega.

En í gær var ég að gera svoldið spes, konunglega brúðkaupið fór fram í kirkju í Gamla Stan, og við vorum 4 gaurar að vinna þar í gær að taka niður lýsinguna í kirkjunni. Blóminn voru ennþá á sínum stað þarna inni, og altarisklæðið frá 1600 og eitthvað var ennþá á altarinu, og við vorum bara skildir eftir með lykla að byggingunni. Ég skoðaði mig um á meðan við biðum eftir flutningabílnum þegar við vorum búnir, flott alltsaman. Og einhverra hluta vegna (ég skildi aldrei almennilega símtalið sem ég fékk fyrir djobbið) þá var ég með yfirumsjón á allri pakkningu og skipulagi á ljósunum þegar þau voru komin niður. Komst að því í dag að ég var ekki að vinna fyrir sömu gaura og hinir, ég var að vinna freelance fyrir Dagsljus á staðnum, þeir vildu hafa einhvern þar sem þeir þekkja i guess. En gott að þeir treysta mér.

Hmm... hvað annað, jú Midsommar er að koma hér, það er rosa hátíð framundan næstu helgi. Vinnufélagi er að reyna að fá mig á einhvern bar sem á böns af bjórtegundum á fimmtud til að byrja að halda uppá þriggja daga helgina. Svo eru maístangir byrjaðar að rísa á torgum hér og þar. Heiðingjaland sko, unnið á hvítasunnu en allt stoppað útaf einhverri elgamalli frjósemishátíð. En ekki kvarta ég, win some lose some.

Ég ætla ekkert að lofa að vera eitthvað duglegur hér, en ég skal reyna að vera betri en ég hef verið.

3 comments:

  1. Maður er alveg hættur að sjá kebab-dóma hjá þér. Það er kominn kebab niðrá Ingólfstorg, Alibaba... Þar er engin rauð sósa, engin kebab-brauð bara tortillur. Eina sem þessi staður á sameiginlegt með hinum á meginlandinu er að þar vinna bara glæpamenn!
    Áfram með kebab-dómana!!!
    -J

    ReplyDelete
  2. hvernig er með sleika og sjómennsku? Hangikjöt og vöfflur? Komdu með eitthvað krassandi drengur, ég veit þú lumar á því.

    ReplyDelete
  3. Haha, já sorry. Besti kebabinn sem ég hef fundið er hér nálægt mér og er á pizza/kebab stað sem heitir La Bella. En einhver var um daginn að tipsa mig um annan osom stað sem ég á eftir að prufa. Bara röð vonbrigða hefur gert leit mína erfiða.

    ReplyDelete